Hygrophila polysperma
Uppruni: SA-Asía
Hæð: 25-40 cm c Breidd: 10-20 cm
Birtuþörf: lítil-mjög mikil
Hitastig: 18-30°C
Hersla (kH): mjúkt-mjög hart
Sýrustig (pH): 5-9
Vöxtur: mjög hraður
Kröfur: mjög auðveld
Um plöntuna: Hygrophila polysperma er ein harðgerðasta búraplantan sem er í boði. Hún hentar byrjendum vel þar eð hún vex við nánast allar aðstæður. Yfirleitt vex hún svo ört að gæta þarf þess að hún skyggi ekki á aðrar jurtir. Klippa þarf hliðarsprota af reglulega. Fljótandi blöð myndar nýjar plöntur Blaðalögun og litur Hygrophila polysperma er býsna breytilegur, allt eftir birtumagni hverju sinni.
|