Hygrophila corymbosa “Aroma”
Uppruni: SA-Asía
Hæð: 20-30+ cm
Breidd: 20-40+ cm
Birtuþörf: mikil-mjög mikil
Hitastig: 20-30°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hægur
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Blöð Hygrophila corymbosa “Aroma” eru mjög löng, mjó og tignarleg í vatni og standa þétt á stilknum. Þegar plantan er ræktuð ofan vatnsborðs verða blöðin fremur stutt og loðin. Jurtin þekkist á sterkum ilmi sínum (sbr. nafnið). Sjá Hygrophila corymbosa “Stricta.”
|