Echinodorus martii  (major)

Echinodorus martii (major)

Uppruni: Brasilía, Suður-Ameríka

Hæð: 30-45+ cm

Breidd: 15-30+ cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 18-28°C

Hersla (kH): meðal-hart

Sýrustig (pH): 5,5-8,5

Vöxtur:
meðal

Kröfur:
auðveldur

Um plöntuna:
Echinodorus martii þekkist á hinum löngu, ljósgrænu blöðum með rifluðum brúnum og er mjög aðlaðandi í stórum búrum. Jurtin hentar vel í hörðu búrvatnieins og víða á meginlandi Evrópu. Næringarríkt botnlag tryggir góðan vöxt. Smá ruglings gætir í nafn- giftinni og hefur plantan ýmist verið kölluð E. martii eða E. major.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998