Echinodorus bleheri

Echinodorus bleheri

Uppruni: Suður-Ameríka

Hæð: 20-50 cm

Breidd: 25-40 cm

Birtuþörf: lítil-mjög mikil

Hitastig: 20-30°C

Hersla (kH): mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 5,5-9

Vöxtur:
hraður

Kröfur:
auðveldur

Um plöntuna:
Echinodorus bleheri er vinsælasta fiskibúraplantan vegna þess hve kröfulítil, auðveld og falleg hún er. Næringarríkt botnlag stuðlar að góðum vexti en snyrta þarf plöntuna til að hún skyggi ekki á annan gróður. Echinodorus bleheri dafnar vel jafnvel vel í illa lýstum búrum. Þetta er harðgerð og þægileg jurt fyrir byrjendur sem lengra komna með miðlungs- eða stór búr. Hefur verið selt undir nafninu Echinodorus planiculatus.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998