Aponogeton ulvaceus
Uppruni: Madagaskar, Afríka
Hæð: 30-50+ cm
Breidd: 30-35 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 20-27°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hraður
Kröfur: meðal
Um plöntuna: Aponogeton ulvaceus er ein fallegasta plantan af Aponogetonaceae ættinni. Blöðin eru mjúk ljósgræn og gagnsæ með rifluðum brúnum. Úr einni rót geta vaxið meira en 40 blöð. Fyrir vikið hentar jurtin best ein út af fyrir sig í stóru búri. Hún er tiltölulega harðger og dafnar bæði í mjúku og hörðu vatni, einkum með viðbættu CO2. Til eru mörg afbrigði af Aponogeton ulvaceus sem sum þurfa að leggjast í dvala, en þá vaxa engin blöð upp úr rótinni.
|