Aponogeton crispus
Uppruni: Srí Lanka, SA-Asía
Hæð: 25-50 cm
Breidd: 15-30 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 15-32°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hraður
Kröfur: meðal
Um plöntuna: Aponogeton crispus tekur sig vel út í fiskabúri, enda laufon ljósgræn og gegnsæ. Plantan gerir litlar kröfur, en vex best í mjúku og eilítið súru vatni í næringarríku botnlagi. Þá sprettur út ógrynni blaða og mjög oft blóm einnig. A. crispus er gjarnan að finnan í tjörnum sem fyllast vatni eingöngu á regntímanum, en þarf ekki að leggjast í dvala í fiskabúri.
|