Aponogeton madagascariensis
Uppruni: Madagaskar, Afríka
Hæð: 25-50+ cm
Breidd: 25-30+ cm
Birtuþörf: lítil-mjög mikil
Hitastig: 15-26°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5-7,5
Vöxtur: hraður
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Aponogeton madagascariensis er að finna í skrúðgörðum um heim allan. Einu sinni var slík eftirspurn eftir plöntunni að hún varð næstum útdauð í heimkynnum sínum á Madagaskar. Jurtin gerir miklar kröfur til vatns- gæða og botnlagsins og hún getur eingöngu verið í stórum, sérhæfðum búrum þar sem tíð vatnskipti eru viðhöfð. Nokkur afbrigði eru til með ólíka byggingu og laufbreidd.
|