Microsorum pteropus 'Windeløv'

Microsorum pteropus 'Windeløv'

Uppruni:
Asía

Hæð: 10-20 cm

Breidd: 12-18+ cm

Birtuþörf: mjög lítil-mikil

Hitastig: 18-30°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 5-8

Vöxtur:
hægur

Kröfur:
mjög auðveld

Um plöntuna:
Microsorum pteropus 'Windeløv' er afbrigði M. pteropus og einkaleyfisháð. Hún er skírð í höfuðið á Holger Windeløv, stofnanda Tropica. Fíngreinóttir blaðaendarnir gera jurtina að einni fallegustu búraplöntunni. Þetta er harðger og auðvelt jurt fyrir byrjendur sem lengra komna. Best er að leyfa henni að vaxa á trjárót eða steini (en þannig vex Microsorum í náttúrunni). Ef hún er gróðursett í botnlaginu þarf að gæta þess að hylja ekki lárétta jarðstöngulinn. Plöntuætur láta jurtina í friði.
 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998