Microsorum pteropus
Uppruni: Asía
Hæð: 15-30 cm
Breidd: 12-20+ cm
Birtuþörf: mjög lítil-mikil
Hitastig: 18-30°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5-8
Vöxtur: hægur
Kröfur: mjög auðveld
Um plöntuna: Javaburkninn - Microsorum pteropus - er sígildur og vex á rotum eða steinum. Ef hann er gróðursettur í botnlaginu þarf að gæta þess að mölin hylji ekki jarðstöngul inn annars rotnar hann. Binda má burknann við rót eða stein með fiskigirni uns hann hefur fest sig. Jurtina má auðveldlega fjölga með því að kljúfa jarðstöngulinn langsöm eða klippa af litlu græðlingana sem vaxa út úr eldri blöðum. Þetta er harðger jurt sem vex við allar aðstæður (jafnvel ísöltu vatni). Svörtu blettirnir undir blöðunum eru gróhirslur, en ekki sjúkdómsmerki um eins og margir halda. Hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna. Plöntuætur láta jurtina oft í friði. Var áður ranglega nefnd “Microsorium.”
|