Lilaeopsis novea-zealandia
Uppruni: Nýja-Sjáland, Ástralía
Hæð: 6-12 cm
Breidd: 5+ cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 15-26°C
Hersla (kH): mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 6-8
Vöxtur: hægur
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Lilaeopsis novea-zealandiae kemur frá Nýja-Sjálandi eins og nafnið gefur til kynna. Blöðin eru alveg sívalningslaga. Smá ruglings gætir varðandi nafngiftina, og jurtin hefur verið seld sem Lilaeopsis brasiliensis en það er suður-amerísk tegund. Plöntunni verður væntanlega gefið þriðja nafnið, L. ruthiana.
|