Heteranthera zosterifolia
Uppruni: Suður-Ameríka
Hæð: 30-50 cm
Breidd: 10-15 cm
Birtuþörf: mikil-mjög mikil
Hitastig: 18-30°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hraður
Kröfur: auðveld
Um plöntuna: Heteranthera zosterifolia er afar fögur planta. Hún sendir frá sér fjölda hliðarsprota og myndar fljótt þétta plöntu- þyrpingu. Vöxtur er mikill í sterku ljósi og þarf að grisja jurtina áður en hún verður svo þétt að skyggir á neðstu blöð. Vatnarætur vaxa gjarnan út frá aðalstilknum. Lítil, blá blóm vaxa á plöntunni ef hún nær að teygja sig upp úr vatnsborðinu í opnum búrum.
|