Eichhornia crassipes
Uppruni: Hitabeltislönd
Hæð: 5-30+ cm
Breidd: 6-25+ cm
Birtuþörf: mikil-mjög mikil
Hitastig: 15-30°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-9
Vöxtur: hraður
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Eichhornia crassipes eða goðaliljan er auðþekkt flotjurt sem hentar jafnt í innanhússtjörnum sem stórum, opnum búrum. Þetta er jafnframt sumarplanta í mörgum tjörnum í Evrópu. Stærðin fer eftir næringarframboði í vatninu og birtumagni. Jurtin myndar litlar skrautplöntur í opnum búrum með mjög hreint vatn. Eichhornia crassipes fyrirfinnst núna í öllum hitabeltis- löndum og er orðin plága af því að hún þekur heilu stöðuvötnin. Við réttar aðstæður vex á henni sérlega fagurt liljublóm.
|