Ludwigia repens
Uppruni: N-Ameríka
Hæð: 30-50 cm
Breidd: 5-8 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 15-26°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hraður
Kröfur: auðveld
Um plöntuna: Ludwigia repens er gamalkunn og sérstaklega falleg búraplanta. Hún er yfirleitt kröfulítil og hraðvaxta, en rauði liturinn verður sterkari í góðri birtu. Þegar jurtin er klippt myndast fjöldi hliðarsprota og hún verður þéttari og loðnari. Hún hentar sem mið eða bakgrunnsplanta og tekur sig best út í þyrpingu.
|