Cabomba furcáta
Uppruni: Mið- og Suður-Ameríka
Hæð: 30-80+ cm
Breidd: 5-8+ cm
Birtuþörf: mikil-mjög mikil
Hitastig: 22-33°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-meðal
Sýrustig (pH): 3-7
Vöxtur: hraður
Kröfur: mjög erfið
Um plöntuna: Mjög falleg en jafnframt erfið planta af því að hún þarf meira ljós en flest búr bjóða upp á. Mjúkt vatn og viðbætt CO2 eru einnig nauðsynleg til að fá hámarks vöxt. Ef neðri blöð drepast er það vísbending um ónóga lýsingu. Við kjöraðstæður myndar Cabomba furcáta smágerð, löng, fljótandi blöð og oft einnig falleg fjólublá blóm. Best er að gróðursetja plöntuna í þyrpingum, en ekki of nálægt hverja aðra því að ljósið þarf að lýsa á neðstu blöðin. Hét áður Cabomba piauhyensis.
|