Barclaya longifolia
Uppruni: SA-Asía
Hæð: 30-80 cm
Breidd: 20-50 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 23-32°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5-8
Vöxtur: miðlungs
Kröfur: miðlungs
Um plöntuna: Barclaya longifolia er falleg og auðþekkjanleg jurt, fáanleg í ýmsum grænum afbrigðum með ljósgrænum blöðum sem eru bleik (eða dökkrauð) undir. Hún blómstrar vel í fiskabúrum - jafnvel undir yfirborðinu ef plantan nær ekki upp úr. Stundum fer jurtin í hvíld og vöxtur liggur niðri. Þá hverfa blöðin en þau vaxa aftur nokkrum mánuðum seinna. Plöntuna er aðeins hægt að vekja af blundi með því að færa hana til.
|