|
|
 |
Hundavörur
|
|
|
|
 |
Hundafóður
|
|
|
 |
 |
|
- ProFormance fóðrið inniheldur engin ónáttúruleg litar-, bragð- eða rotvarnarefni. Það er notast við rósmarín og E-vítamín til að rotverja matinn á náttúrulegan hátt. Með því að hafa einungis náttúruleg hráefni þá minnka líkur á að hundurinn fái ofnæmisviðbrögð, eins og kláða, niðurgang og hárlos. - Allt hráefni í ProFormance er hágæða og hæft til manneldis. Kjúklingurinn í fóðrinu er í háum gæðaflokki (einungis er notaður afskurður kjöts og beina, en engin innyfli eða annað ódýrt hráefni af kjúklingnum sjálfum). Það sama á við um lambakjötið í fóðrinu. Eingöngu er notast við hágæða nýsjálenskt lambakjöt. - Yucca Schidigera er bætt út í til að draga úr lykt af hægðum hundsins og minnka andremmu. Hægðir hundsins verða einnig í minni vegna þess að mjög lítið er af uppfyllingarefnum í ProFormance en þau valda því að hundurinn þarf að borða meira af fóðrinu og skítur þar af leiðandi mikið meira því að uppfyllingarefnin hafa ekkert næringargildi og fara í gegnum meltingarkerfi hundsins ómelt. Eina dýrafitan í ProFormance er hágæða, hreinsuð kjúklingafita. Hún er dýrust í innkaupum en besta næringarfitan af öllum dýrafitum. Notkun hennar skilar sér í heilbrigðari hundi með betri feld. - ProFormance inniheldur bæði Omega-6 og Omega-3 fitusýrur. Ef fóður inniheldur einungis Omega-6 fitusýrur eins og algengt er getur það valdið mikilli bólgu í sárum sem hundur fær. En með tilkomu Omega-3 fitusýra er sú hætta úr sögunni. Omega-3 og -6 fitusýrur eru fjölómettaðar fitusýrur og þekktar fyrir bætandi áhrif á hjarta- og æðakerfi og önnur líffæri, og góð áhrif á feldinn. - Hörfræjarolíu (flaxseed oil) er bætt í ProFormance til að auka feldgæði til mikilla muna og er rík af Omega-3 fitusýrum. Rapsolíu (canola oil) er einnig bætt í ProFormance til að fá fallegan feld. Hún er einnig heilsufarsbætandi og inniheldur Omega-3 fitusýrur eins og hörfræjarolían. Prótín og fita í fóðrinu eru auðmelt fyrir hundinn og í hæfilegu magni. Hágæðu rófutrefjum og Chicory rótarkjörnum er einnig bætt í ProFormance til að auka meltingarflóruna, hreinsa meltingarkerfið, styrkja þarmana. Þar af leiðandi prumpar hundurinn minna og hefur betri meltingu. Andoxunarefnin selenium, lútein og E-vítamín styrkja ofnæmiskerfið, draga úr sjúkdómum og seinka öldrun. Glúkósamín hydróklóríð og chondroitín súlfat er bætt út í en þau stuðla að myndun náttúrulegra smurefna fyrir liði og brjóskmyndun. Þau vinna einnig gegn beinþynningu. Skorti þau veldur það brjóskeyðingu, liðbólgu og gigt.
|
|
 |
Hundafróðleikur
|
|
|
|
 |
 |
|
Við erum markvisst að bæta við nýjum flokkum og hundakynjum en allt í allt verða 10 kynjahópar.
|
|
|
 |
|
|
 |
Hundabúr
|
|
|
|
|
|
 |
|